Bresi heldur áfram sigurgöngu sinni. Á sunnudaginn unnu stelpurnar Fylki b í spennandi leik. Spila varð oddahrinu og lauk henni með sigri Bresa 15-8.
Úrslit hrinanna var 23-25, 25-23, 25-21, 23-25 og á þessum tölum má sjá að leikurinn var mjög spennandi.
Næsti leikur Bresa verður á Jaðarsbökkum sunnudaginn 22.nóv. á móti Sjjörnunni. Stjarnan er efst í riðlinum þannig að Bresa bíður erfitt verkefni.