ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Borgunarbikar kvenna: ÍA – Þróttur

Borgunarbikar kvenna: ÍA – Þróttur

23/05/17

#2D2D33

Í kvöld, þriðjudaginn 23. maí kl. 19:15, tekur meistaraflokkur kvenna á móti Þrótti Reykjavík í Borgunarbikar kvenna. Meðfylgjandi mynd sýnir að þessi félög hafa landað saman bikar í 2. flokki kvenna fyrir nokkrum árum, þarna má glöggt sjá nokkra leikmenn núverandi meistaraflokks ÍA og það sama má sjálfsagt segja um Þrótt.  En nú verður gömul vinátta skilin eftir utan vallar og ekkert gefið eftir…

ÍA og Þróttur mættust síðast í Lengjubikarnum 2016, en þeim leik lauk með 5-1 sigri ÍA.

Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja við bakið á stelpunum okkar.

Athugið að ársmiðar gilda ekki á leiki í Borgunarbikarnum. Miðaverð er 1.500 kr, en boðið verður upp á kaffi og meðlæti í hátíðasalnum í hálfleik og þar verða að vanda seldir happdrættismiðar.

Áfram ÍA!

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content