ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Baráttusigur gegn ÍR í Breiðholtinu

Baráttusigur gegn ÍR í Breiðholtinu

19/05/17

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna vann í kvöld 2-1 sigur á ÍR á Hertzvellinum í annarri umferð 1. deildarinnar.

Breiðholtsliðið tapaði illa fyrir HK/Víkingi í fyrstu umferðinni en mættu til leiks augljóslega ákveðnar í að gera betur. ÍR-ingar pressuðu vel og náðu oft á tíðum að neyða Skagastúlkur í háa og langa bolta og koma í veg fyrir að gestirnir næðu upp góðu spili. Þeim tókst þó ekki alveg að halda aftur af þeim og fyrsta mark leiksins skoraði Heiðrún Sara Guðmundsdóttir eftir vel útfærða sókn þegar hálftími var liðinn.  Heimaliðið átti einnig hættulegar sóknir, sérstaklega upp vinstri kantinn, en náðu ekki að gera sér mat úr þeim. Staðan var því 0-1 í hálfleik.

Snemma í síðari hálfleik jöfnuðu ÍR-ingar leikinn. Skagastúlkur sóttu aftur í sig veðrið og sköpuðu sér ágæt færi en sama má segja um heimaliðið. Sigurmarkið kom svo á 59. mínútu, það skoraði Bergdís Fanney Einarsdóttir með góðu skoti, lengst utan af velli.

Góður sigur var því í höfn og Skagastúlkur halda toppsætinu í deildinni eftir fyrstu tvo leikina.

Næsti leikur liðsins verður á Norðurálsvellinum þriðjudaginn 23. maí þegar þær taka á móti Þrótti Reykjavík í Borgunarbikarnum. Leikurinn hefst kl. 19:15

 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content