Hrafnhildur Lúthersdóttir, sem var ein fremsta bringusundsundkona heims, mun mæta til okkar og fjalla um reynslu sína af því að stunda íþrótt á efsta stigi í heiminum.
Fyrirlestur Hrafnhildar verður í Hátíðarsal ÍA að Jaðarsbökkum, mánudaginn 12. mars kl. 20:15
Hún mun m.a. fjalla um:
- Hvað þarf til?
- Hvað er hægt að læra af þessu?
- Hvað gengur íþróttamaðurinn í gegnum?
- Mikilvægi stuðnings
- o.fl.
Erindi Hrafnhildar á við íþróttaiðkendur í öllum greinum og hvetjum við því alla til að mæta