Úrslit í jólahappdrætti Kára

Dregið hefur verið í Jólahappdrætti Kára. Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju með sína vinninga og þökkum öllum þeim sem styrktu okkur með miðakaupum kærlega fyrir stuðninginn. Hér eru vinningstölurnar: 1. 857 2. 103 3. 1274 4. 1012 5. 5 6. 1174 7. 192 8....

lesa meira

Happdrætti Kára – dregið verður 5.janúar

Við viljum vekja athygli á því að dregið verður í Jólahappdrætti Kára þann 5.janúar en ekki 30.desember eins og áætlað var.Það er því nægur tími til að tryggja sér miða í þessu veglega happdrætti þar sem heildarverðmæti vinninga fer yfir 1 milljón!Hægt er að kaupa...

lesa meira

Úrslit í happdrætti Kára 2014

Úrslit í happdrætti Kára 2014.Dregið var í dag hjá sýslumanninum á Akranesi.Niðurstöður voru eftirfarandi:1. 4872. 8953. 9004. 6865. 156. 10507. 3108. 4099. 15510. 31511. 46812. 71113. 96414. 111315. 14616. 35117. 65018. 72719. 102520. 9821. 41022. 115023. 73224....

lesa meira

Kári – KH í úrslitakeppni 4.deildar

Úrslitakeppni 4.deildar.Mjög mikilvægir leikir eru framundan hjá Kára í úrslitakeppni 4.deildar þar sem liðið berst ásamt 7 öðrum liðum um að komast upp í 3.deild á næsta ári. Fyrsti leikur liðsins fer fram á Akranesi laugardaginn 30.ágúst klukkan 18:00. Frábært væri...

lesa meira

Álftanes – Kári: 1-1

Það var sannkallaður toppslagur sem fór fram á Álftanesi miðvikudaginn 23.júlí, en þá áttust við topplið Kára gegn Álftanes sem hafa fylgt Káramönnum eins og skugginn í allt sumar. Káramenn á toppnum með 22 stig en Álftanes í öðru sæti með 17 stig og einn leik til...

lesa meira

Snæfell – Kári: 0-4

Létt síðbúin umfjöllunSnæfell – KáriKáramenn mættu með lið sitt í Stykkishólm þann 16.júlí síðastliðinn.Fyrir leik voru Káramenn á toppnum með 19 stig á meðan Snæfell voru nálægt miðju með 8 stig.Káramenn sem hafa farið nokkuð létt með lið Snæfells undanfarin ár...

lesa meira

Knattspyrnufélagið Kári

 

Kári á Facebook

Úrslitaleikur fotbolti.net c-deild.
Kári - Víðir Garði í Akraneshöll miðvikudagskvöld klukkan 20:00.
Þriðja árið í röð spila Káramenn til úrslita í fotbolti.net mótinu, en liðið vann KB í úrslitaleik árið 2015 en tapaði naumlega gegn Þrótti Vogum í fyrra. Það er því kominn tími á sigur í ár.
Bæði Kári og Víðir unnu sína riðla með fullt hús stiga og má því búast við hörkuleik annað kvöld.
Við hvetjum sem flesta að koma og styðja Kárastrákana í þessum úrslitaleik.

Áfram Kári!
... See MoreSee Less

View on Facebook

Káramenn með mikla yfirburði í sínum riðli í fotbolti.net mótinu c-deild og eru komnir í úrslitaleik.
Káramenn unnu í dag 2.deildarlið Tindastóls 3-2 í Akraneshöll. Káramenn voru töluvert meira með boltann og sóttu meira, en þeir áttu þó erfitt með að skapa hættuleg færi. Liðin skildu jöfn í hálfleik 0-0. Seinni hálfleikur var ekkert ólíkur þeim fyrri nema að leikurinn opnaðist talsvert. Nokkuð gegn gangi leiksins náðu Tindastólsmenn að komast í 0-1, en á 54 mínútu náði Bjarki Sigmundsson leikmaður Kára að skjóta boltanum í hendina á sér og inn í markið.
Káramenn jöfnuðu leikinn 10 mínútum síðar þegar Bakir Anwar sendi boltann út á Ragnar Þór Gunnarsson sem hamraði boltann óverjandi í netið. Ekki liðu nema um 2 mínútur þegar Tindastóll komst aftur yfir, en Káramenn náðu ekki að hreinsa fyrirgjöf stólanna og svo fór að Ágúst Friðjónsson leikmaður Tindastóls náði að skora með ótrúlegri snuddu upp í markhornið.
Káramenn sem greinilega sættu sig ekki við tap í leiknum gáfu mikið í sóknina og á 70 mínútu jöfnuðu þeir þegar Helgi Jónsson fylgdi eftir skoti frá Kristófer Daða sem markvörður Tindastóls hafði varið glæsilega. Á lokamínútum leiksins var brotið á Kristófer rétt utan vítateigs, Kristó ákvað sjálfur að taka spyrnuna og frábær spyrna hans endaði í samskeytunum fjær, frábært mark og Káramenn komnir yfir í fyrsta sinn í leiknum 3-2. Skömmu seinna flautaði dómari leiksins leikinn af og Káramenn með fullt hús stiga í riðlinum, 9 stig og markatöluna 17-4, en Tindastóll endaði í 2.sæti með 3 stig og markatöluna 5-7 og því ljóst að yfirburði Kára voru miklir í riðlinum. Kármenn mæta svo Víði frá Garði í hreinum úrslitaleik mótsins næstkomandi miðvikudagskvöld.

Áfram Kári!
... See MoreSee Less

View on Facebook

Kári - Tindastóll í Akraneshöll í dag klukkan 15:00
Káramenn taka á móti Tindastól í dag í Akraneshöll í fotbolti.net mótinu. Káramenn eru öruggir á toppnum með 6 stig eftir 2 leiki og markatöluna 14-2, en Tindastóll er í öðru sæti með 3 stig og markatöluna 3-4, Tindastóll þarf því að vinna með 7 mörkum í dag til að koma í veg fyrir að Káramenn tryggi sér toppsætið og sæti í úrslitaleik mótsins.

Hvetjum sem flesta að mæta 🙂

Áfram Kári!
... See MoreSee Less

View on Facebook

Kári - Hamar í kvöld klukkan 20:00 í Akraneshöll.
Káramenn spila sinn annan leik í fotbolti.net mótinu í kvöld gegn Hamri frá Hveragerði. Káramenn byrjuðu mótið með stórsigri á Berserkjum 6-0 á meðan Hamar tapaði naumlega á móti 2.deildarliði Tindastóls.
Það má því búast við hörkuleik í Akraneshöll í kvöld.

Allir velkomnir 😊

Áfram Kári!
... See MoreSee Less

View on Facebook

Kári - Berserkir - fotbolti.net c-deild
Sunnudaginn 5.febrúar klukkan 17:00 í Akraneshöll

Káramenn taka á móti Berserkjum í fyrsta leik liðanna í fotbolti.net mótinu c-deild, en búast má við hörkuleik þar sem Káramenn sem enduðu í 4.sæti í 3.deild í fyrra taka á móti sigurliði 4.deildar í fyrra og nýliðum í 3.deild í ár.
Við hvetjum sem flesta að mæta á svæðið og styðja Káramenn til sigurs í fyrsta keppnisleik þeirra á árinu.
Káramenn munu tefla fram mjög ungu og efnilegu liði í leiknum og verður gaman að sjá þá kljást við Berserki á morgun.

Áfram Kári!
... See MoreSee Less

View on Facebook
Kára