Sundfélag Akraness

Sundskóli SA

Sundskólinn er hluti af starfsemi Sundfélags Akraness og hefur verið starfræktur frá árinu 1999.  Sundskólinn er fyrir börn frá aldrinum 3ja mánaða til 5 ára.  Hvert námskeið Krossfiska er 10 skipti og er hver tími 45 mínútur að lengd.  Helsta markmið sundskólans er að börnin upplifi vatnið sem jákvætt og skemmtilegt hreyfiumhverfi þar sem börn og foreldrar njóta þess að vera saman. Sundskólinn býður upp á metnaðarfullt starf og þar starfar menntaður íþrótta- og sundkennari.

Áherslur í sundinu

Við leggjum mikla áherslu á að börnin verði sem mest sjálfbjarga í sundlauginni. Viljum við biðja ykkur foreldra að aðstoða okkur við þetta, gefið ykkur góðan tíma í búningsklefunum og hjálpið börnunum að hjálpa sér sjálf.  Við mælum með að börnin klæði sig sjálf úr og í, gangi frá handklæðinu, skrúfi sjálf frá og fyrir sturturnar, þvoi sér og klæði sig sjálf í sundfötin.

Aðal áherslan á þessu námskeiði verður lögð á undirstöðuatriði fyrir skriðsund og baksunds fótatök, að börnin nái sem mestri færni í þessum sundaðferðum. Að sjálfsögðu höldum við áfram að fara í okkar góðu sundleiki.  Einnig verður lögð áhersla á að börnin verði öruggari í vatninu og efli sjálfstraust og hugrekki við sundiðkun.

Sundbúnaður

Allir verða að vera í góðum sundfötum og strákar ekki í sundstuttbuxum. Gott er að vera með sundgleraugu (því miður er ekki hægt að fá lánuð sundgleraugu í Bjarnalaug) og börn með sítt hár eiga annað hvort að vera með teygju í hárinu eða með sundhettu.

Stundum notum við blöðkur við kennslu þá getur verið gott að hafa með sokka, því númerin á blöðkunum hlaupa á heilum tölum og þá getur hjálpað að vera í sokkum.

Við munum einnig nýta okkur kútana og ugga sem til eru í Bjarnalaug til að öðlst betri færni í sundinu, ná tækninni vel og ekki síður legunni í vatninu sem er lykillinn að góðri sundtækni

 

Vinsamlegast athugið að ef börnin eru tilbúin í sundfötum áður en tíminn byrjar, verða þau að bíða á bakkanum þar til þeirra tími hefst.  Því getur verið gott að hafa handklæði utanum þau á meðan beðið er.  Þetta gerum við eingöngu öryggisins vegna.

Áhorf á bakka

Börnin mega vera ein í lauginni með okkur. Þið eruð að sjálfsögðu velkomin ofaní sundlaugina með ykkar barni ef það er nauðsynlegt en við höfum það þó alltaf að markmiði að gera barnið sem mest sjálfbjarga. Reynslan hefur einnig sýnt að það getur virkað truflandi á nemendur ef foreldrar eru á bakka og því hvetjum við ykkur til að prófa að yfirgefa laugina ef barnið er tilbúið til þess. Ef þið eruð á bakkanum á meðan tímanum stendur beinum við þeim tilmælum til ykkar að skipta ykkur ekki af kennslunni eða gera athugasemdir heldur ræða þau mál við kennara við lok tímans því við endum hvern tíma á 10 mínútna leiktíma. Ef ósynd börn eru með ykkur á bakka er mjög mikilvægt að sleppa ekki augunum af þeim því það hefur komið fyrir að þau hoppi í laugina án þess að nokkur taki eftir.

Sýning og dótatími í Bjarnalaug

Gestir eru velkomnir á sundsýningu í síðasta tímann okkar. Þá ætla börnin sýna ykkur hvað þau hafa lært á þessu námskeiði.  Sýningin tekur um 20 mínútur, seinni hluta tímans mega börnin koma með dót og leika sér í lauginni.

Skráning og nánari upplýsingar fást í tölvupósti namskeid@sundfelag.com