Lög Sigurfara

Lög fyrir Sigurfara – Siglingafélag  Akraness

 1. kafli
  Nafn félagsins, tilgangur o.fl.
 2. grein
  Félagið heitir Sigurfari – Siglingafélag  Akraness. Aðsetur þess og varnarþing er á Akranesi
 3. grein
  Markmið félagsins er að iðka siglingaíþróttir, örva áhuga fólks á siglingum og vatnaíþróttum almennt og stuðla að bættri aðstöðu til iðkunar þeirra.
 4. grein
  Félagi getur hver sá orðið sem hlýtur samþykki stjórnar félagsins. Atkvæðisrétt á fundum félagsins, kjörgengi og rétt til þátttöku í keppni fyrir hönd félagsins hafa allir skráðir félagar sem greitt hafa tilskilin gjöld.
 5. kafli
  Deildir félagsins
 6. grein
  Félagið skal starfa í deildum, það eru kjölbátadeild, kænudeild, hraðbátadeild og kajakadeild.
 7. grein
  Deildarstjórar eru tilnefndir eða skipaðir af stjórn. Deildarstjórar hafa rétt til setu á stjórnarfundum með málfrelsi og tillögurétt. Sé deildarstjóri ekki tilnefndur eða skipaður fer stjórnin með hlutverk hans.
 8. grein
  Hlutverk deildarstjóra skal vera að annast daglegan rekstur deildarinnar, þ.e. halda mót, sjá um þjálfun og kennslu og annað sem lýtur að eðlilegum framgangi hennar í samráði við stjórn félagsins. Deildarstjóri skal leggja fram starfs- og rekstraráætlun fyrir stjórn til samþykktar.

III. kafli
Aðalfundur félagsins

 1. grein
  Aðalfundur félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins og setur því nauðsynleg lög. Stjórn Sigurfara – Siglingafélags  Akraness fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda, setur reglur um öryggismál, keppnir og aðra þætti í starfi félagsins og framfylgir þeim. Aðalfund félagsins skal halda í mars ár hvert og skal hann boðaður með minnst 14 daga fyrirvara með sannalegum hætti. Aðalfundur er lögmætur ef löglega hefur verið til hans boðað. Á aðalfundi, skal kjósa sérstakan fundarstjóra.
 2. grein
  Dagskrá aðalfundar:
  1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
  3. Skýrslur nefnda lagðar fram.
  4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir.
  5. Umræða um skýrslu stjórnar, nefnda og reikninga.
  6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
  7. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og bornar undir atkvæði.
  8. Kosning formanns
  9. Kosning fjögurra stjórnarmanna sem skipta með sér verkum í samræmi
  við 10. grein.
  10. Kosning tveggja skoðunarmanna.
  11. Ákvörðun félagsgjalda.
  12. Önnur mál.
  13. Fundarslit.
 3. grein
  Stjórn félagsins skipa formaður, sem kosinn er sérstaklega, og fjórir stjórnarmenn sem skipta með sér verkum. Forfallist formaður velur stjórnin staðgengil hans úr sínum röðum.
 4. grein
  Reikningar félagsins miðast við áramót.
 5. grein
  Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist til stjórnar eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Þær öðlast gildi ef þær eru samþykktar með 2/3 greiddra atkvæða. Auðir og ógildir seðlar teljast ekki með.
 6. grein
  Atkvæði á aðalfundi skal greiða með handauppréttingu nema einn eða fleiri félagar æski leynilegrar atkvæðagreiðslu.
 7. kafli
  Starfsemi félagsins
 8. grein
  Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málum félagsins milli aðalfunda. Falli atkvæði jafnt innan stjórnar félagsins, ræður atkvæði formanns.

 

 1. grein
  Undirskrift að minnsta kosti tveggja stjórnarmanna þarf til þess að skuldbinda félagið.
  Óheimilt er að veðsetja eigur félagsins nema með samþykki meirihluta stjórnar félagsins og allar meiriháttar framkvæmdir á vegum deilda skulu samþykktar af stjórn félagsins.
 2. grein
  Stjórn félagsins skal setja reglur um starf og eigur félagsins. Sérstakar reglur skal setja ef fleiri en ein deild nýtir sömu aðstöðu.
 3. grein
  Almennan félagsfund skal halda þegar stjórnin sér ástæðu til eða ef minnst 10 félagsmenn óska þess með skriflegri áskorun til stjórnar.
 4. grein
  Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í atkvæðagreiðslu á aðalfundi og félagsfundum, nema við lagabreytingar, en þá þarf 2/3 atkvæða.
 5. kafli

Ýmis ákvæði

 1. grein
  Félagar skuldbinda sig til þess að hlíta lögum og reglum félagsins. Stjórn félagsins getur sett félaga sem gerast sekir um vítavert hátterni í fyrirvaralaust æfinga-, keppnisbann á vegum félagsins. Stjórn félagsins er heimilt að víkja félaga úr félaginu, enda sé brottvikningin studd rökum. Félagi, sem þannig er vikið úr félaginu, getur krafist þess að stjórnin kalli saman félagsfund þar sem mál hans verði rætt.
 2. grein
  Á aðalfundi má kjósa félaginu heiðursformann ef 2/3 viðstaddra félagsmanna samþykkja kjörið. Heiðursformaður skal hafa starfað í þágu félagsins um langan tíma og njóta almennrar virðingar félagsmanna fyrir störf sín. Stjórn félagsins getur falið heiðursformanni trúnaðarstörf í þágu félagsins. Heiðursformaður greiðir ekki félagsgjöld, en nýtur allra réttinda sem félagsmenn njóta.
 3. grein
  Stjórn félagsins getur útnefnt heiðursfélaga á aðalfundi eða sérstökum félagsfundi í viðurkenningarskyni fyrir störf í þágu siglingaíþróttarinnar. Heiðursfélagi greiðir ekki félagsgjöld en nýtur allra réttinda sem félagsmenn njóta.
 4. grein
  Félagi hefur fyrirgert rétti sínum keppi hann fyrir annað siglingafélag án leyfis stjórnar. Félagi getur ekki skipt um félag nema með samþykki stjórnar. Stjórnin skal þó ekki synja um félagaskipti nema með gildum rökum.
 5. grein
  Tillögur um að leggja félagið niður má aðeins taka fyrir á lögmætum aðalfundi og skal það koma fram í fundarboði. Til þess að samþykkja þá tillögu, þarf minnst ¾ hluta atkvæða. Hafi slík tillaga verið samþykkt skal gera grein fyrir henni í fundargerð aðalfundar og tillaga látin ganga til næsta auka aðalfundar sem stjórn félagsins skal boða til með lögmætum hætti. Verði tillagan þá samþykkt aftur er það fullgild ákvörðun um að leggja félagið niður. Sé félagið þannig löglega lagt niður skulu eignir og fjármunir renna til Björgunarfélags Akraness, sjóbjörgunardeildar.

24. grein
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Samþykkt á aðalfundi 8. mars 2017