Hér fyrir neðan eru almennar spurningar og svör um KRAK, KRAFT og kraftlyftingar yfir höfuð.

 

Hvað eru kraftlyftingar?

Kraftlyftingar eru íþrótt þar sem að keppt er í að lyfta sem mestri þyngd í þremur greinum: Hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu.

 

Hnébeygja

Bekkpressa

Réttstöðulyfta

 

Hverjir geta keppt í kraftlyftingum?

Allir sem náð hafa 14 ára aldri geta keppt í kraftlyftingum.

 

Hvaða aldursflokkum er keppt er í?

Í kraftlyftingum eru sjö aldursflokkar og er skipting þeirra eftirfarandi:

 

Flokkur Frá Til
  • Drengja-/Stúlknaflokkur
14. ára aldri er náð lok 18. aldursárs
  • Unglingaflokkur
upphaf 19. aldursárs lok 23. aldursárs
  • Opinn flokkur
upphaf 24. aldursárs lok 39. aldursárs
  • Öldungaflokkur I
upphaf 40. aldursárs lok 49. aldursárs
  • Öldungaflokkur II
upphaf 50. aldursárs lok 59. aldursárs
  • Öldungaflokkur III
upphaf 60. aldursárs lok 69. aldursárs
  • Öldungaflokkur IV
upphaf 70. aldursárs