Klifurfélag ÍA
Klifurfélag ÍA (kt 510615 – 1900) er stofnað 25. febrúar 2015 af Þórði Sævarssyni og fékk inngöngu í Íþróttabandalag ÍA á ársfundi íþróttabandalagsins vorið 2016.
Markmið félagsins er að kynna og kenna klifuríþróttina og bæta aðstöðu til klifur iðkunar á Akranesi. Iðkendur félagsins taka þátt á klifurmótum undir merkjum ÍA.
Æfingar fara fram á Smiðjuloftinu, smidjuloftid.is, og utandyra í næsta nágrenni við Akranes, þá oftast í Akrafjalli. Einnig skipuleggur félagið æfingaferðir til annara klifurfélaga og á önnur klifurvæði á Íslandi.
Stjórn Klifurfélags ÍA
Formaður:
Kjartan S. Þorsteinsson
6969596
Gjaldkeri:
Jónella Sigurjónsdóttir
iaklifurgjaldkeri@gmail.com
Meðstjórnendur:
Valgerður Jónsdóttir – Ritari
Sigurður Reynisson – meðstjórnandi
Brimrún Eir Óðinsdóttir – meðstjórnandi
Þjálfari: Þórður Sævarsson, iaklifur@gmail.com
Skráning og innheimta æfingagjalda er í Nóra skráningarkerfi ÍA.
Boðið er uppá greiðslu með kreditkorti eða að fá greiðsluseðil í netbanka.
Veitur er 10% systkinafsláttur af heildur æfingagjöldum systkina og reiknast hann sjálfkrafa í Nóra eftir greiðslu á fyrsta gjaldi.
Nánari upplýsingar um Nóra og annað er tengist íþróttum barna og unglinga er að finna hér á iðkendavef ÍA.
Greiðsla æfingagjalda – Reglur
- Gengið er frá greiðslum og skráningu í gegnum skráningarvefinn ia.felog.is (Nóra). Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðli og kostar hver seðill 290 kr. Hægt er að skipta greiðslum á kreditkorti í allt að þrjá hluta.
- Allir ógreiddir greiðsluseðlar fara í gegnum innheimtuferli gegnum Motus með tilheyrandi kostnaði.
- Hægt er að nýta tómstundaframlag Akraness til lækkunar á æfingagjöldum, hjá hópum sem æfa yfir lengra tímabil en 70 daga.
- Upplýsingar í samband við greiðslur er á netfang iaklifur@gmail.com, öll mál er meðhöndluð sem trúnaðarmál.
- Veittur er 10% fjölskylduafsláttur og reiknast hann af heildarverði æfingagjalda
- Æfingagjöld greiðast áður en iðkandi hefur æfingar hjá Klifurfélagi ÍA. Athugið að hægt er að greiða fyrir staka prufutíma fyrstu tvær vikur annar. Nánar um prufutíma hjá iaklifur@gmail.com.
- Ef iðkandi hefur verið skráður en forráðamaður sér fram á að iðkandi vilji hætta æfingum er hægt að senda tölvupóst á iaklifur(at)gmail.com innan tveggja vikna frá upphafi annar og barn verður afskráð. Æfingagjöld og tómstundaframlag verða bakfærð í iðkendakerfi. Eftir þann tíma, þ.e. viku frá upphafi annar, eru æfingagjöld ekki endurgreidd, nema vegna veikinda, meiðsla. Þá þarf að skila inn læknisvottorði til þjálfara/stjórnar Klifurfélags ÍA. Ef ekki er gengið frá æfingagjöldum áskilur Klifurfélag ÍA sér rétt til að setja æfingagjöldin á einn greiðsluseðil og bætast þá við seðilgjald og/eða annar umsýslukostnaður ef bakfæra þarf reikninginn.