Lög Klifurfélags ÍA

 

1. grein

Félagið skal heita Íþróttafélagið Klifurfélag ÍA.

 

2. grein

Heimili og varnarþing félagsins er á Akranesi.

 

3. grein

Félagið er áhugamannafélag og er tilgangur þess að stuðla að framgangi klifuríþrótta hér á landi og auka áhuga almennings á íþróttinni.

 

4. grein

Félagið hyggst ná tilgangi sínum með því að gangast fyrir námskeiðahaldi, keppnum og annars konar kynningarstarfsemi, auk þess sem félagið hyggst stuðla að því að félagsmönnum standi til boða fullnægjandi æfingaaðstaða til íþróttaiðkunar.

 

5. grein

Stjórn félagsins skipuð 3 einstaklingum og tveim til vara. Stjórnarformaður skal kjörin sérstaklega en stjórnin skiptir með sér verkum að öðru leiti. Stjórn skal kjörin til tveggja ára í senn, þannig að tveir meðstjórnendur og formaður skulu kosnir annað hvert ár og tveir meðstjórnendur annað hvert ár. Varamenn skulu kosnir til eins árs í senn. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfund þegar þurfa þykir en eigi sjaldnar en með 2ja mánaða fresti.

 

6. grein

Starfstímabil félagsins miðast við aðalfund. Reikningsár félgasins er frá 1. janúar til 31. desember. Almennur félagsfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.
Aðeins  félagsmenn hafa þátttökurétt á almennum félagsfundi en allir geta orðið félagsmenn í félaginu. Félagsmenn eru þeir sem greiða félagsgjöld/æfingagjöld og eru skuldlausir við félagið.

 

Á almennum félagsfundi gilda almenn fundasköp en stjórn félagsins skipar fundarstjóra. Atkvæði einfalds meirihluta fundarmanna ráða.
Almennan félagsfund skal halda a.m.k. einu sinni á ári í formi aðalfundar.
Stjórn félagsins getur boðað til almenns félagsfundar eftir því sem henta þykir. Boða skal til fundar með minnst tveggja vikna fyrirvara og mest fjögurra vikna fyrirvara með því að senda bréfi í almennum pósti til félagsmanna eða með öðrum sambærilegum hætti, svo sem á vef félagsins.
Ef fram kemur krafa um slíkt frá 1/5 hluta félagsmanna skal stjórn boða til almenns félagsfundar til umfjöllunar um tiltekið mál á sama hátt og boðað er til aðalfundar.

 

7. grein

 

Aðalfundur skal haldinn fyrir félagið ár hvert og ekki síðar en 15. mars.

 

Verkefni aðalfundar eru:

 

a. Skýrsla stjórnar

b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar síðsta árs

c. Lagabreytingar, tillögur berist stjórn með a.m.k. viku fyrirvara

d. Kjör formanns, framboð berist sjórn með a.m.k. viku fyrirvara

e. Kjör meðstjórnenda, framboð berist stjórn með a.m.k. viku fyrirvara

f. Kjör tveggja varamanna

h. Önnur mál.

 

8. grein

Félagsmenn, framkvæmdastjóri, stjórnarmenn og formaður stjórnar bera enga ábyrgð á þeim skuldbindingum sem gengist er í fyrir hönd félagsins.

 

9. grein

Félaginu verður ekki slitið nema 2/3 hluti félagsmanna samþykku það á aðalfundi í löglegri atvkæðagreiðslu, enda hafi þess verið getið í fundarboði að fyrir liggi tillaga um félagaslit.

 

10. Ef um eignir er að ræða við slit félagsins skulu greiddar upp allar skuldir sem félagið hefur stofnað til. Ef um umframeignir er að ræða eftir greiðslu allra skulda skulu þær renna til Íþróttabandalags Akraness (ÍA).

 

 

STOFNFUNDARGERÐ

 

Klifurfélags Akraness er stofna formlega með stofnfundi 25. febrúar 2015 í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum.

Fundarstjóri er Jón Þór Þórðarson íþróttafulltrúi ÍA og fyrir liggur uppkast að lögum fyrir félagið.

 

Stofnendur félagsins eru:

Þórður Sævarsson kt 2102783979

Kjartan S. Þorsteinsson kt 0609735989

Ágúst Heimisson kt 0411912799

Heiðrún Hámundardóttir 0607733009

Sigrún Þorbergsdóttir 0903733589

Rósa Guðnadóttir 2402815119

 

Lög félagsins eru borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

Kosning stjórnar:

 

Formaður: Kjartan S. Þorsteinsson

Gjaldkeri: Ágúst Heimisson

Meðstjórnandi: Sigrún Þorbergsdóttir

Varamenn: Heiðrún Hámundadóttir og Rósa Guðnadóttir

 

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.