Kumite þýðir ‘bardagi’ og er önnur tveggja keppnisgreina í karate (hin er Kata). Það er þó ekki réttnefni að kalla þetta ‘bardaga’ því bæði í þjálfun og keppni er lögð áhersla á að meiða ekki andstæðingin. Hins vegar þarf að sýna fram á að hefði tækninni verið beitt til fullst þá hefði tekist að gera út af við andstæðinginn.

 

Keppni í kumite krefst þar af leiðandi fullkominnar stjórnar á hreyfingum og tækni. Þess vegna er byrjendum aldrei hleypt í kumite og sömuleiðis ekki börnum undir 13-14 ára aldri.

 

Slys eru afara fátíð í karate og segja má að í Kumite sé hættan einna mest, þó hún sé mun minni en t.d. í fótbolta og handbolta. Ef keppandi í Kumite slasar andstæðing sinn þá má hann búast við að missa stig, að andstæðingurinn fái stig og jafnvel að honum verði vísað úr keppni.

 

Þeir sem á annað borð velja að keppa í karate velja flestir annað hvort Kata eða Kumite sem sína helstu keppnisgrein. Sumir eru þó janfvígir á báðar greinar.