Kihon þýðir undistaða eða grunnur. Ef undirstöður hússins eru ekki góðar verður húsið aldrei traust og það sama má segja um karate.

Kihon er grunnurinn undir allt annað í karate. Í fyrstu lærir iðkandinn einfaldar og fáar hreyfingar. Varnir, kýlingar og spörk; fyrst einar sér og svo samsetningar fleiri hreyfinga. Þegar færnin eykst fjölgar tæknunum sem iðkandinn lærir uns hann getur framkvæmt hinar ýmsu varnir og árásir ósjálfrátt og af mikilli nákvæmni.