Hópaskipting hjá Hnefaleikafélagi Akraness

Krakkabox (Miðað við 8 – 14 ára)

Þessi hópur er hugsaður fyrir krakka í ofangreindum aldurshópi (þótt undantekningar séu gerðar fyrir mjög áhugasama yngri einstaklinga). Æfingarnar samanstanda af hnefaleikakennslu, tækniæfingum, þol- og styrktar æfingum. Iðkendur með góða ástundun fá að keppa á „Diploma“ mótum í hnefaleikum, þar er einungis lágmarks snerting leyfð og keppendur skora stig eftir tækni og hreyfigetu.

Þjálfarar: Mikael og Bjarni Þór

Skráning: hnefak@gmail.com

 

 

Þrek og þol

Þessi námskeið eru ætluð fólki á öllum aldri sem sækist eftir að læra grunninn í hnefaleikum og fá hreyfinguna sem þarf til að losna við aukakílóin, styrkja sig og/eða komast í betra form.

Æfingarnar samanstanda af grunn hnefaleikakennslu og þrek- og styrktaræfingum. Um er að ræða mikið púl þ.e. skemmtilegt árangursríkt púl! Taka skal fram að þetta er fyrir alla og ekki er ætlast til að fólk hafi þol fyrir. Hver og einn gerir þetta á sínum hraða en þol byggist upp hratt. Íþróttasérfræðingar um allan heim hafa verið sammála því að boxæfingar séu ein besta hreyfingin fyrir hjarta- og æðakerfið.

Þjálfarar: Katrín

Skráning: hnefak@gmail.com

 

 

Sparr og tækni

Þessi hópur er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira í hnefaleikum, fá að spreyta sig gegn öðrum einstaklingum í hnefaleikum og/eða taka þátt í hnefaleikakeppnum á vegum HAK. Þátttaka er háð því að iðkandi hafi grunnkunnáttu í hnefaleikum eða annari svipaðri bardagaíþrótt. Mikið er lagt upp úr tæknivinnu og „maður á mann“ æfingum í hringnum (sparring) og með þjálfara.

Einnig taka iðkendur þátt í sameiginlegum æfingum hnefaleikafélaga á Íslandi. Iðkendur taka þátt í keppnum á Íslandi en einnig á erlendri grundu.

Þeir sem keppa fyrir hönd HAK þurfa að standast læknisskoðun og fá keppnisbók frá ÍSÍ sem gildir eitt ár í senn.

Þjálfari: Örnólfur

Skráning: hnefak@gmail.com