Fjórðungsmót á Vesturlandi júlí 2017.

Fjórðungsmótið á Vesturlandi verður haldið í Borgarnesi 28. júní til 2.júli 2017.  Hestamannafélögin á Vesturlandi  (Dreyri, Skuggi Borgarnesi, Faxi Borgarfirði, Glaður Dalasýslu, Snæfellingur Snæfellsnesi) sjá um framkvæmd mótsins. Einnig verður hestamannafélögum í norðvesturkjördæmi boðin þátttaka í mótinu, þ.e Vestfirðir, Húnavatnssýslur og Skagafjörður.

Vesturlandsfélögin fimm  hafa hvert um sig 2 fulltrúa í framkvæmdanefnd mótsins. Fyrir hönd Dreyra eru það Valdimar Ólafsson og Sigurður Arnar Sigurðsson og varamenn eru Ása Hólmarsdóttir og Ólafur Guðmundsson.