Beitarnefnd 2021:

Jón Magnússon, Einar Ólafur Jónasson, og Ármann Ármannsson .

———————————————— 

Upplýsingar frá Beitarnefnd frá 5. október 2017.

Taka skal hross úr þeim skammbeitarhólfum sem fullbeitt eru og setja þau í aðalbeitarhólf eigi síðar en 8. október. Hólfin eru læst svo hafið samband við beitarnefndarmenn þegar sleppa skal í aðalbeitarhólf

—————————————

Beitargjald fyrir árið 2017 er kr. 5000 á hest ef greitt er fyrir 31. október, en eftir þann dag hækkar gjaldið í kr. 7.500.

Vakin er sérstök athygli á að greiða skal fyrir alla beit bæði í bæði skammbeitarhólfum og í flóanum.
Greiða skal inn á reikning í Íslandsbanka; 0552-14-402406, kt. 450382-0359. Gjaldkeri Dreyra er Inga Ósk Jónsdóttir, ingaosk61@simnet.is, sími 8966157.

Eins og undanfarin ár fá folaldshryssur og ógeltir hestar ekki aðgang að beitarhólfum.

Án undantekinga skulu öll hross í beitarhólfum örmerkt og öll hross sem fara í aðalbeitarhólf eru skráð hjá beitarnefnd.

Hrossasmölun verður eftirtalda sunnudaga og hefst kl. 13 alla dagana.  22. október, 12. nóvember,  26. nóvember, 10. desember og lokasmölun verður laugardaginn 30. desember en þá verða öll hross rekin heim í Æðarodda.