Meistaraflokkur Fimleikafélags ÍA WOW Bikarmeistarar!

Meistaraflokkur Fimleikafélagsins, ÍA/FIMA, gerði sér lítið fyrir í dag og urðu WOW Bikarmeistarar í B deild 2016. Liðið hefur staðið sig ótrúlega vel og náð vel saman sl. 2 mánuði og uppskáru svo sannarlega og gott betur en það.   Við hjá FIMA/ÍA viljum nýta tækifærið og óska þeim innilega til hamingju með sigurinn. Þess […]

WOW BIKARINN Á MORGUN!

WOW Bikarinn á morgun – verður sýndur í sjónvarpinu!! Smá fróðleiksmolar um liðið: Nafn og númer keppenda: 3. Elísa Pétursdóttir 4. Ragna Dís Sveinbjörnsdóttir 6. Harpa Rós Bjarkadóttir 7. Sólveig Erla Þorsteinsdóttir 8. Sylvía Mist Bjarnadóttir 10. Írena Rut Elmarsdóttir 13. Þórdís Líf Valgeirsdóttir 14. Bjarney Helga Guðjónsdóttir Yngstu keppendur okkar eru tvær stúlkur fæddar […]

Reiðnámskeið fyrir börn og polla.

Dreyraforeldrar athugið- Mikilvægt. Frá æskulýðsnefnd Dreyra:   POLLA- OG BARNAREIÐNÁMSKEIÐ -Pollanámskeið verður haldið á sunnudögum og verður kennt í reiðhöllinni hjá Sif og Hjörleifi á Æðarodda.  Námskeiðið verður 5 tímar og kostar 2.500kr pr barn. Námskeiðið hefst sunnudaginn 6. mars ef næg þátttaka næst og er skráning hjá Siggu í tölvupósti – tryppasigga@hotmail.com. Kennari er […]

Flottur árangur FIMA (Fimleikafélags ÍA) á Bikarmóti unglinga sl. helgi

FIMA keppti á Bikarmóti unglinga um helgina og gekk mjög vel. Við sendum sex lið til keppni, þrjú í 4.fl, tvö í 3.fl og eitt lið í 2.fl. Mótið var haldið í Gerplu, Versölum, í Kópavogi. Þátttakendur voru 980 talsins og fer hópfimleikum ört stækkandi með hverju mótinu. Úrslit FIMA: 4.flokkur A deild: FIMA A […]

WOW Bikarinn á sunnudaginn

Á sunnudaginn 6.mars verður WOWBikarinn sem er Bikarmót fullorðinna í hópfimleikum.   Bein útsending verður frá mótinu og hvetjum við alla til að horfa á það ef áhorfendur komast ekki á mótstað. Mótið verður haldið í Stjörnunni, Ásgarði.   FIMA (ÍA) sendir til keppni lið í B-deild og er alveg hreint út sagt frábært að geta sent lið á þessum […]

Aðalfundur HAK 9. mars

Stjórn Hnefaleikafélags Akraness boðar til aðalfundar miðvikudagskvöldið 9.mars n.k kl.20:30 í aðstöðu okkar í kjallaranum í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Farið verður yfir efnahagsreikning 2015, ársskýrslu og ýmis fleiri málefni. Þar á meðal verða nýjir meðlimir kosnir inn í stjórn, rætt um uppbyggingu félagsins á komandi ári o.fl.   Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórn HAK.

Sex í röð hjá körfunni

ÍA vann í gær sinn sjötta leik í röð í 1. deildinni og kom sér þægilega fyrir í 4. sæti deildarinnar, nú aðeins 4 stigum frá toppnum þegar 3 umferðir eru eftir. Nánari umfjöllun um leikinn má sjá hér Næsti leikur okkar er í Vodafone höllinni föstudaginn 4. mars kl. 19:30 og vonumst við til […]

Aðalfundur Körfuknattleiksfélagsins

‘-mánudaginn 29. febrúar kl. 19:15   Minnum á aðalfund okkar mánudaginn 29. febrúar kl. 19:15 í hátíðarsal okkar í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstöfr 2. Ársreikningar 3. Skipun nýrrar stjórnar 4. Önnur mál   Allir félagar velkomnir á fundinn.   Bestu körfuboltakveðjur Stjórn KFA

Aðalfundur Badmintonfélags Akraness

Aðalfundur Badmintonfélags Akraness verður haldinn á Jaðarsbökkum 2. mars kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Ef einhverjir hafa áhuga á að starfa í stjórn félagsins þá endilega hafið samband við Birgittu, formann, í síma 865-5730. Stjórnin

Mörg verðlaun á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata

Íslandsmeistaramót unglinga í kata fór fram laugardaginn 20. febrúar í Smáranum, Kópavogi, í umsjón Karatedeild Breiðabliks. Alls kepptu sex unglingar frá karatefélagi Akraness á mótinu og stóðu þau sig vel. Kristinn Benedikt Hannesson, Kristrún Bára Guðjónsdóttir og Ólafur Ían Brynjarsson fengu bronsverðlaun í hópkata 12-13 ára. Kristrún Bára Guðjónsdóttir varð Íslandsmeistari í kata stúlkur 13 […]