Ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn frá síðasta ári og taka höndum saman og hreinsa rusl í bænum okkar og strandlengju þann 8. maí.

Við ætlum að byrja kl. 17:00 og vera að til kl. 18:30. Við munum skipta bænum niður í svæði sem við úthlutum þeim félögum/flokkum/hópum sem hafa áhuga á að vera með.

Að loknum hreinsunardegi verður boðið upp á kakó og kleinur við Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum.  Einnig verður frítt í sund fyrir alla sem taka þátt.

Íþróttabandalagið mun eins og í fyrra, styrkja þau aðildafélög sem taka þátt í umhverfisdeginum með okkur í samræmi við framlag hvers félags.

 

Staðsetning gáma

 

Svæðaskipting