Líkt og undanfarin ár ætlum við hjá ÍA í samvinnu við Akraneskaupstað að taka þátt og hreinsa rusl í bænum okkar og strandlengju laugardaginn 25. apríl.

Þátttakan er ekki bundin við iðkendur heldur geta, foreldrar, systkini og stjórnarfólk tekið til hendinni og unnið sameiginlegt samfélagsverkefni og stutt um leið við sitt félag.

Íþróttabandalagið mun eins og í fyrra, styrkja þau aðildafélög sem taka þátt í umhverfisdeginum með okkur í samræmi við framlag hvers félags.

 

Upplýsingar á heimasíðu Akraneskaupstaðar

 

Svæðaskipting