Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2017
Íþróttabandalag Akraness er framkvæmdaaðili Kvennahlaupsins á Akranesi en hlaupið er árlegur viðburður á Akranesi og reyndar á landinu öllu. Að þessu sinni verður boðið uppá tvær hlaupavegalengdir, 2 km. og 5 km. og verður lagt af stað frá Akratorgi kl. 11:00 þann 18 júní. Skráning og afhending Kvennahlaupsbola er í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbokkum og á Akratorgi á hlaupsdegi. Verð er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri og 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri.
Nánar á Facebook síðu viðburðarins á Akranesi
Dagskrá á Akratorgi
10:45 Upphitun: Steindóra Steinsdóttir (Dódó)
11:00 Kvennahlaupið ræst: Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, formaður ÍA
Við komu í mark fá allir sem eru í kvennahlaupsbol, verðlaunapening
Nöfn allra skráðra þátttakenda fara í pott og heppnir þátttakendur fá glæsilega vinninga að hlaupi loknu
Boðið upp á ávexti, Kristal og ávaxtasafa að hlaupi loknu
Sýnum samstöðu og tökum þátt