Hreyfivika UMFÍ

Skagamenn taka þátt í hreyfiviku UMFÍ vikuna 25.maí – 31. maí. Hreyfivika.is

 

Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum en UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu og stundi hana sér til heilsubótar

Hvað er í boði er undir okkur sjálfum komið en einstaklingar, fyrirtæki, skólar, leikskólar og félagasamtök geta staðið fyrir viðburði og skráð á heimasíðu verkefnisins og þannig orðið boðberar hreyfingar.

Ef þú eða þið hafið áhuga á að standa fyrir viðburði þá er hægt að skrá hann beint inná vef UMFÍ hér, eða hafa samband við ia@ia.is og við getum aðstoðað við skráningu.

Hér má sjá hvað er í boði á Akranesi