Vímuvarnastefna ÍA

Yfirlýst stefna ÍA í vímuvarnarmálum er:

ÍÞRÓTTIR OG VÍMUEFNI EIGA EKKI SAMLEIÐ !

 

Stjórn ÍA er sammála um að undir hugtakið vímuefni falli einnig áfengi og tóbak og sér ekki þörf á því að nefna það sérstaklega þegar rætt er um vímuefni og varnir gegn notkun þeirra eða fræðslu um skaðleg áhrif þeirra.

 

Öll neysla vímuefna á íþróttaferðalögum og á öðrum opinberum vettvangi tengt íþróttastarfi ÍA er bönnuð.

 

Aðildarfélög ÍA skulu leitast við að ráða til sín hæfa þjálfara sem hafi fullnægjandi og viðeigandi menntun til að starfa við þjálfun á vegum ÍA.

 

Stjórn ÍA skal einu sinni á ári standa fyrir námskeiði fyrir þjálfara og leiðbeinendur um forvarnir.

 

Hlutverk þjálfara er að m.a. að koma skilaboðum til iðkenda um skaðsemi vímuefna og neikvæð áhrif neyslu á árangur í íþróttum. Þjálfarar eru uppalendur og fyrirmyndir og eru í miklum tengslum við foreldra.

 

ÍA stendur fyrir íþróttamóti einu sinni á ári (haust) fyrir unglinga á aldrinum14 – 18 ára á Akranesi með yfirskriftinni „Íþróttir gegn vímu“

 

Stjórn ÍA skal beita sér í því að notkun vímuefna verði bönnuð í íþróttamannvirkum og félagsheimilum sem tengjast íþróttastarfi og íþróttahreyfingunni.

 

Verði iðkandi, þjálfari, eða forsvarsmaður innan ÍA uppvís um vímuefnaneyslu ber að refsa viðkomandi t.d. með:

-skriflegri áminningu

-brottvísun frá æfingum eða keppni

-sektum

við síendurtekin brot ber að vísa viðkomandi úr félaginu.