1986 – 1996

Árið 1986 verður skipulagsbreyting hjá Íþróttabandalagi Akraness, sérráð bandalagsins eru lögð niður og stofnuð eru sjálfstæð félög. Knattspyrnufélögin KA og Kári sameinuðust í Knattspyrnufélag ÍA. Íþróttahúsið að Jaðarsbökkum er vígt 1988 og við það skapast aukið svigrúm til íþróttaiðkunar.

Á þessum áratug litu nokkur ný íþróttafélög dagsins ljós, Hestamannafélagið Dreyri gengur í ÍA 1990, Karatefélag Akraness er stofnað 1990, Fimleikafélag Akraness og Íþróttafélagið Þjótur eru stofnuð 1992 og Boltafélagið Bruni 1995.

Skagamenn gerðu það gott í knattspyrnunni á þessum árum, kvennaliðið varð Íslandsmeistari árið 1987, bikarmeistari árið 1989 og síðan þrjú ár í röð árin 1991 – 1993. Meistaraflokkur karla varð Íslandsmeistari 5 ár í röð 1992 – 1996 eftir að hafa unnið sig upp úr 1. deild árið 1991, þar af var liðið líka bikarmeistari árin 1993 og 1996. Körfuknattleiksfélag Akraness vann sér sæti í Úrvalsdeild árið 1993.

Sunddrottningin Ragnheiður Runólfsdóttir var á hátindi ferils síns, hún keppti á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og Barcelona 1992. Ragnheiður var kjörin Íþróttamaður ársins á Íslandi árið 1991.