1976 – 1986

Þann 24. janúar 1976 er Íþróttahúsið að Vesturgötu vígt. Þáttur íþróttafólks á Akranesi var mikill við vígslu hússins, með skrúðgöngu, fánahyllingu og keppni í allflestum íþróttagreinum sem æfðar voru á Akranesi á þeim tíma. Árið 1978 fá Leynismenn afnot af sveitabænum Grímsholti og var húsið tekið í notkun sem félagsheimili golfklúbbsins sama ár.

Skagamenn voru sigursælir í knattspyrnu á þessum áratug, lið ÍA varð Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla árin 1977, 1983 og 1984 og bikarmeistarar 1978, þrjú ár í röð 1982 – 1984 og síðan aftur 1986. Kvennaliðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu tvö ár í röð 1984 og 1985. Sundgarparnir Ingi Þór Jónsson og Ingólfur Gissurarson voru áberandi og settu fjölda meta, Ingi Þór keppti á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984.