1966 – 1976

Í tilefni af 20 ára afmæli ÍA 1966 afhenti Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ Guðmundi Sveinbjörnssyni formanni ÍA æðsta heiðursmerki ÍSÍ fyrir mikil og góð störf að íþróttamálum. Árið 1969 verður Garðavöllur fullgildur 9 holu keppnisvöllur.

Sumarið 1975 sjá Ungmennafélagið Skipaskagi og UMSB sameiginlega um framkvæmd Landsmóts UMFÍ, var það mjög merkur íþróttaviðburður og jafnframt lang fjölmennasta íþróttamót sem haldið hafði verið á Akranesi.

Skagamenn urðu Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla árin 1970, 1974 og 1975. Sundkappinn Guðjón Guðmundsson keppti á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972. Guðjón keppti í 100m og 200m bringusundi og setti Íslands- og Norðurlandamet í 200m bringusundi á leikunum. Guðjón var sama ár kosinn Íþróttamaður ársins á Íslandi og er hann fyrsti Akurnesingurinn sem verður þess heiðurs aðnjótandi.