1956 – 1966

Auk KA og Kára eru ný aðildarfélög að ÍA á þessu árabili Sundfélag Akraness og Ungmennafélagið Skipaskagi. Skíðafélagið sem hafði haldið uppi nokkurri starfsemi m.a.a bygg skíðaskála í Skarðsheiðinni, var lagt niður um 1960.

Á þessu árabili vinna Skagamenn Íslandsmeistaratitla árið 1957, 1958 og 1960. Í lok þessa tímabils er Golfklúbbur stofnaður og gerist aðili að bandalaginu um 1965.

Árið 1965 keppa tvær stúlkur þær Magnea Magnúsdóttir og Anna Helgadóttir frá Akranesi í meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum og stóðu sig vel. Sigrún Jóhannsdóttir setti íslandsmet í hástökki á Bislet leikvanginum í Ósló, og er eini Skagamaðurinn sem það hefur gert. Einnig eru sundmenn farnir að minna á sig og vinna góða sigra. Árið 1966 átti ÍA 20 ára afmæli og þess minnst á ýmsan hátt, m.a. með sérstöku hátíðarþingi.