Verklagsreglur varðandi mót, leiki og viðburði í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar.

  1. Sækja um tíma með góðum fyrirvara. Þurfi félög að fara inn á æfingatíma annarra félaga vegna leikja, móta eða annarra viðburða verða þau að láta viðkomandi félög vita eins fljótt og mögulegt er til að hægt sé að láta iðkendur þeirra vita að æfingar hjá þeim falli niður
  2. Sótt er um tíma til forstöðumanns íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar.
  3. Liggja þarf fyrir þegar sótt er um, ca. fjöldi iðkenda og tímasetningar.
  4. Sjái félög fram á að mót eða leikur standi lengur en daglegur opnunartími mannvirkisins segir til um þarf að sækja um það sérstaklega til forstöðumanns íþróttamannvirkja.
  5. Einnig þarf að sækja um til forstöðumanns ef félag ætlar að vera með veitingasölu í tengslum við mót eða leiki.
  6. Mikilvægt er að láta vita með góðum fyrirvara ef þörf er á sértækum búnaði sem koma þarf upp í tengslum við mót eins og t.d. internet í sal, hljóðkerfi, símatenging o.þ.h.
  7. Ef um stórt mót er að ræða þarf viðkomandi félag að aðstoða við gæslu og þrif, þar sem aðeins 1 starfsmaður er á vakt um helgar. Það er á ábyrgð viðkomandi íþróttafélags að umgengni um íþróttamannvirkið sé góð.
  8. Að loknu móti eða leik ber viðkomandi íþróttafélagi að ganga frá þeim áhöldum sem í notkun hafa verið og að týna allt lauslegt rusl sem fallið hefur til og koma því út í gám.

Forstöðumaður íþróttamannvirkja