Reglugerð fyrir kjör íþróttamanns Akraness

Reglugerð fyrir kjör íþróttamanns Akraness

 1. Kjör íþróttamanns Akraness er öllu jafnan kunngjört á Þrettándanum ár hvert.
 1. Friðþjófsbikarinn sem afhentur er íþróttamanni Akraness er gefinn til minningar um Friðþjóf Daníelsson.
 1. Eingöngu afreksíþróttamenn er keppa fyrir aðildarfélög ÍA eru kjörgengir við val á Íþróttamanni Akraness.
 1. Í byrjun desember kallar íþróttafulltrúi eftir tilnefningum frá aðildarfélögum ÍA í kjörið ásamt umsögn um þann íþróttamann sem félagið tilnefnir. Hvert félag tilnefnir jafnan einn íþróttamann úr sínum röðum í kjörið. Mælst er til þess  að þeir sem tilnefndir eru séu eldri en 14 ára.
 2. Íþróttafulltrúi sendir aðildarfélögum ÍA jafnframt leiðbeiningar um hvernig tilnefna skal íþróttamann í kjörið. Til þess að geta gert sér gleggri mynd á afrekum þeirra sem tilnefndir eru þá eru félögin beðin að tilgreina nokkur atriði í sinni umsögn:
  • Afrek / keppni erlendis á árinu (félag / landslið ) – Taka fram hvort er í unglinga – eða fullorðinsflokki.
  • Staðan yfir landið ( og þá td. ef einhver unglingur er í háum styrkleikaflokki yfir landið í fullorðinsflokki )
  • Afrek / keppni á Akranesi í unglingaflokki / fullorðinsflokki:
  • Almenn umsögn um íþóttamanninn – Afrek, karakter, stefna, o.s.frv.
 1. Tilnefningar og afrek einstakra íþróttamanna er taka þátt í kjöri íþróttamanns Akraness skal kynna með opinberum hætti s.s. á heimasíðu Akranes og ÍA amk. tíu dögum fyrir kjördag þann 6. jan.
 2. Í kjöri íþróttamanns Akraness eru 10 atkvæðaseðlar sem skiptast niður með eftirfarandi hætti:
  • Akraneskaupstaður fer með þrjú atkvæði og hafa þau fallið í skaut bæjarstjóra og þeirra sem eru í forsvari um íþróttamál fyrir hönd bæjarins, það eru formaður skóla- og frístundasviðs og sviðstjóri.
  • Héraðsfréttablaðið Skessuhorn fer með eitt akvæði sem helsti umfjöllunaraðili íþrótta á Akranesi.
  • Framkvæmdastjórn ÍA fer svo með fimm atkvæði.
  • Akurnesingar eiga kost á að taka þátt í kjörinu og velja milli þeirra íþróttamanna sem tilnefndir eru. Eitt atkvæði skal vera rafrænt í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar.
 3. Á atkvæðaseðil skal greiða þrem tilnefndum atkvæði sitt
  • 1. sæti 10 stig,
  • 2. sæti 7 stig og
  • 3. sæti 5 stig.
 1. Þegar kjörið á Íþróttamanni Akraness er kunngjört eru allir þeir sem eru tilnefndir kallaðir uppá svið og um leið er lesinn útdráttur úr umsögn um viðkomandi íþróttamann. Þeim er þar afhent viðurkenning frá ÍA fyrir afrek sín.

Í lokin eru síðan tilkynnt um þrjú efstu sætin í kjörinu.

Reglugerð þessi var samþykkt á ársþingi ÍA 15. apríl 2015.