Iðkendur hjá ÍA

Við bjóðum ykkur velkomin í hið fjölbreytta íþróttastarf sem fram fer innan raða ÍA. Markmiðið með vef ÍA er að gera aðgengilegar ýmsar hagnýtar upplýsingar er tengjast íþróttaiðkun hjá ÍA og sjá hvað er í boði. Á heimasíðum einstakra aðildarfélaga ÍA er að finna nánari upplýsingar um það íþróttastarf sem fram fer innan félagsins. Þar eru líka upplýsingr um einstaka flokka, þjálfara, æfingagjöld ofl. Ef þig eða barnið þitt langar að byrja að æfa íþróttir hjá ÍA er aðeins að finna út hvenær æfingarnar eru td. með því að skoða æfingatöflurnar. Mæta á svæðið og setja sig í samband við þjálfara viðkomandi flokks. Almennt fá allir að prófa að æfa frítt í viku að minnsta kosti og taka svo ákvörðun í kjölfar þess. Hlökkum til að sjá þig 🙂

Nóri, skráningar og innheimtukerfi hjá ÍA

ÍA notar félagakerfið Nóra og heldur það utan um iðkendaskráningu og greiðslu æfingagjalda. Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer að langmestu leiti fram á internetinu í gegnum Nóra. 

Skrá og greiða æfingagjöld hjá ÍA

 

Tómstundaframlag Akraneskaupstaðar

Akraneskaupstaður styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára sem hafa lögheimili á Akranesi. Tómstundaframlagið gildir fyrir þau börn sem verða 6 og 18 ára á árinu (börn fædd 2012-2000 árið 2018). Sé barn orðið 18 ára sækir það sjálft um í íbúagáttinni.

Við skráningu barna í íbúagáttinni í gegnum kerfi sem heitir Nóri er hæg tað ráðstafa framlaginu og skipta því einnig á milli íþróttafélaga, æfi viðkomandi fleiri en eina grein.  Árið 2018 er tómstundaframlagið kr. 35.000 fyrir eitt barn, kr. 39.375 fyrir hvert barn þar sem tvö börn eru skráð með sama lögheimili og kr. 44.479 fyrir hvert barn þar sem þrjú eða fleiri börn eru skráð með sama lögheimili. Upphæð tómstundaframlagsins hverju sinni er ákvörðun bæjarstjórnar. Framlaginu er einnig hægt að ráðstafa í Tónlistarskóla Akraness og þarf að skila útfylltu umsóknareyðublaði í þjónustuver Akraneskaupstaðar noti viðkomandi framlagið þar. 

Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum.

 ATH: Nýta verður upphæðina fyrir 15. desember