Heiðursviðurkenningar ÍA

Stjórn Íþróttabandalags Akraness veitir þeim heiðursviðurkenningu sem unnið hafa farsælt, óeigingjarnt og kraftmikið starf í mörg ár fyrir ÍA.

Heiðursviðurkenningar eru þessar:

  1. Heiðursfélagi ÍA/ Heiðursmerki úr gulli
  2. Bandalagsmerki ÍA
  3. Starfsmerki ÍA

Stjórn ÍA gerir tillögu um veitingu heiðursmerkis úr gulli og skal kosning fara fram á stjórnfarfundi og skal merkið skal afhent á ársþingi ÍA eða við hátíðleg tækifæri. Þetta heiðursmerki má veita félaga, fyrir áratuga frábært starf eða keppni í þágu bandalagsins

Bandalagsmerki ÍA má veita aðilum sem starfað hafa vel fyrir bandalagið svo og þeim sem félagsstjórnir ÍA telja ástæðu til að heiðra eða veita viðurkenningu fyrir störf tengd íþróttamálum.  Meirihluti stjórnar ÍA skal samþykkja að veita bandalagsmerkið. Merkið má aðeins veita einstaklingi einu sinni.  Merkið skal afhent á ársþingi ÍA eða við hátíðleg tækifæri.

Starfsmerki ÍA skal veita þeim,  sem unnið hafa íþróttaafrek á vegum bandalagsins,  skarað fram úr eða unnið landsmót undir nafni ÍA.  Stjórnir aðildarfélaga ÍA skulu gera tillögur til stjórnar ÍA um hverjum skuli veitt merkið.  Merkið má aðeins veita félaga einu sinni. Merkið skal afhent á ársþingi ÍA eða við hátíðleg tækifæri.