Íþróttabandalag Akraness
Íþróttabandalag Akraness var stofnað þann 3.febrúar árið 1946 af knattspyrnufélögunum KA og Kára. Fyrsti formaður þess var Þorgeir Ibsen.
ÍA tók við af Íþróttaráði Akraness sem var stofnað af sömu félögum árið 1934. Fyrst í stað var nafn Íþróttabandalags Akraness skammstafað ÍBA. Því var breytt skömmu síðar í ÍA, þar sem Íþróttabandalag Akureyrar var með sömu skammstöfun.
Á þessum árum hefur íþróttastarf á Akranesi vaxið og dafnað, ÍA unnið fjölda meistaratitla í hinum ýmsu íþróttagreinum, átt Ólympíufara og íþróttamenn ársins á Íslandi.
Íþróttalífið á Akranesi er fjölbreytt og nær til allra aldurshópa. Öll aðstaða til íþróttaiðkunar er til staðar á Akranesi og iða íþrótta- og tómstundamannvirki bæjarins af lífi frá morgni til kvölds. Á Akranesi starfar eitt öflugasta íþróttafélag landsins, Íþróttabandalag Akraness. Íþróttabandalag Akraness er bandalag íþróttafélaga á Akranesi og innan þess eru 19 aðildarfélög. ÍA sér um samskipti aðildarfélaga sinna við Akraneskaupstað og ÍSÍ, rekur líkamsræktaraðstöðu í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum og í íþróttahúsinu við Vesturgötu auk þess að vinna að almennri heilsueflingu bæjarbúa.
Skrifstofa ÍA er í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum, netfang framkvæmastjóra ÍA er ia@ia.is, heimasíða www.ia.is.
Aðildarfélög ÍA eru eftirfarandi:
Badmintonfélag ÍA |
Keilufélag Akraness |
Sigurfari – Siglingarfélag Akarness |
Blakfélagið Bresi |
Klifurfélag Akraness |
Skotfimifélag Akraness |
Fimleikafélag Akraness |
Knattspyrnufélag ÍA |
Sundfélag Akraness |
Golfklúbburinn Leynir |
Knattspyrnufélagið Kári |
Ungmennafélagið Skipaskagi, dans, hjól og frjálsaríþróttir |
Hestamannafélagið Dreyri |
Kraftlyftingafélag Akraness |
Vélhjólaíþróttafélag Akraness |
Hnefaleikafélag Akraness |
Körfuknattleiksfélag ÍA |
Þjótur, íþróttafélag fatlaðra |
Karatefélag Akraness |
|
|