Íþróttabandalag Akraness

Íþróttabandalag Akraness var stofnað þann 3.febrúar árið 1946 af knattspyrnufélögunum KA og Kára. Fyrsti formaður þess var Þorgeir Ibsen.

ÍA tók við af Íþróttaráði Akraness sem var stofnað af sömu félögum árið 1934. Fyrst í stað var nafn Íþróttabandalags Akraness skammstafað ÍBA. Því var breytt skömmu síðar í ÍA, þar sem Íþróttabandalag Akureyrar var með sömu skammstöfun.

Á þessum 70 árum hefur íþróttastarf á Akranesi vaxið og dafnað, ÍA unnið fjölda meistaratitla í hinum ýmsu íþróttagreinum, átt Ólympíufara og íþróttamenn ársins á Íslandi.

Aðildarfélög ÍA eru 19 talsins og iðkendur um 2.500.