ÍA hefur á stuttum tíma eignast nokkra meistara

Þær Drífa Harðardóttur Badminton og Kristín Þórhallsdóttir Kraftlyftingar eru þær nýjustu.

Það er stutt síðan Drífa tryggði sér heimsmeistara titla á Spáni eða þann 4. desember sl.

Í tvenndarleik ásamt dönskum meðspilara og síðar sama dag í tvíliðaleik þá ásamt Elsu Nielsen.

Kristín Þórhallsdóttir tryggði sér evrópumeistaratitil í samanlögðu í kraftlyftingum núna um helgina eða 12.12.

Þar lyfti Kristín samanlagt 560 kílóum í þremur greinum bekkpressu 115 kg., hnébeygju 220 kg. og réttstöðulyftu 225 kg.

ÍA óskar þessum miklu íþróttakonum innilega til hamingju með árangurinn sinn.

Látum myndir af þeim fylgja hérna með.