Heilbrigðisráðherra gaf út nýja auglýsingu í dag 12. ágúst sem tekur gildi þann 14. n.k. Ákveðið hefur verið í framhaldi af þeirri auglýsingu að opna þreksal á Jaðarsbökkum aftur laugardaginn 15. ágúst samkvæmt almennt auglýstum opnunartíma. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að auka sóttvarnir, samt sem áður taka allir ábyrgð á sjálfum sér og sótthreinsa eftir sig og halda tveggja metra reglu. Með samvinnu allra og virðingu á umgegnisreglum tekst okkur að komast í gegnum þetta og vonum að ekki þurfi að grípa til lokanna aftur. 

Iðkendur eru beðnir að fara áfram eftir tilmælum sóttvarnarlæknis og starfsfólks íþróttamannvirkja.

ATH – Kort framlengjast um 14 daga vegna þessara lokunar sem þurfti að grípa til. Afgreiðsla mun sjá um framlengingu korta.