Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram þann 13. júní sl. í 31. sinn. Frábært hlaupaveður var á Akranesi og tókum um 100 manns á öllum aldri þátt. Þátttakendur hlupu annað hvort 2 km. eða 5 km. vegalengd og var mikil og góð stemning þar sem gleði skein úr hverju andliti. 

Eyrún Reynisdóttir sá um upphitun og fimleikastelpur úr FIMA og foreldrar þeirra hjálpuðu til við framkvæmd hlaupsins, sem er á vegum ÍA. Marella Steinsdóttir, formaður ÍA, bauð hlaupara svo velkomna og ræsti hlaupið.

Meðfylgjandi eru myndir frá Kvennahlaupinu á Akranesi