Að venju  voru fjölbreyttir viðburðir á Hreyfiviku á Akranesi. Alls voru átta viðburðir í ár en það var: Fræðsla um hjól og hjólatúr í boði Hjólaklúbbs Skipaskaga var tvisvar í vikunni, opnar knattspyrnuæfingar hjá KFÍA voru alla daga vikunnar, boðið var upp á frístundarleika og Wipe-out leik í Grundaskóla,  Krakkadalur í Þorpinu bauð upp á hjólatúr, Skálmandi var me gönguferð, Klifurfélagið og  Smiðjuloftið buðu upp á útiklifur í Akrafjalli og Hreyfistjórn bauð upp á hlaup, göngu og stöðvahring í Garðalundi.

Brenniboltaáskorun UMFÍ var tekið á AKranesi og var öllum leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum færð merktir UMFÍ boltar að gjöf.

Ekki væri hægt að hafa viðburð eins og Hreyfiviku án aðkomu fjölda sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að gefa sinn tíma til að stuðla að bættri heilsu og vellíðan bæjarbúa. Þessu fólki eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag. 

Sjáumst vonandi sem flest í Hreyfiviku að ári!