Frábær þátttaka var í dag á umhverfisdegi ÍA og Akraneskaupstaðar. Harðduglegir krakkar og fjölskyldur þeirra plokkuðu rusl um allan bæ og skiluðu góðu dagsverki í frábæru veðri á Skaganum. Það var gaman að sjá dugnaðinn og gleðina sem skein að hverju andliti enda gaman að fegra bæinn sinn og gefa til baka til samfélagsins í gíðum félagsskap.

Að þessu sinni varð skipulagið að vera nokkuð frjálst og einnig gátum við ekki endað í kakó og kleinum en við gerum það bara næst 🙂

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem við á ia.is fundum á samfélagsmiðlum en margir hlóðu upp myndum með myllumerkinu #iaplokk