Þeir létu ekki rok og rigningu hafa áhrif á sig, göngumennirnir sem mætti í fræðandi göngu frá bílastæðinu við Akrafjall inn að Reynisrétt og til baka. Örnefni svæðisins voru skoðuð og saga fjallsins rædd undir styrkri stjórn Eydísar Líndal Finnbogadóttur. 

Síðasta lýðheilsuganga ársins er svo miðvikudaginn 25. september en þá verður gengið um Vallanes í landi Hvítaness við Grunnafjörð. Gangan hefst kl. 18:00. og verður genginn 3 – 4 km. hringur. Sjá nánar á https://www.facebook.com/events/503020903798260/?active_tab=discussion