Yfir tvöhundruð þátttakendur hlupu í 30 ára afmælishlaupi Kvennahlaups Sjóvá á Akranesi í dag. Einmuna veðurblíða var á meðan á hlaupinu stóð og mikil gleði meðal þátttakenda. Tvær hlaupaleiðir voru í boði, 2 km og 5 km og að loknu hlaupi fengu þátttakendur verðlaunapening og gjafir frá styrktaraðilum. Fjórir hlauparar voru dregnir út í happdrætti en í vinning voru gjafir frá Golfklúbbnum Leyni, Knattspyrnufélagi ÍA, Akraneskaupstað og vörur úr vefverslun ÍA en Íþróttabandalag Akraness sér um framkvæmd hlaupsins á Akranesi. Þriðji flokkur kvenna í knattspyrnu og foreldrar þeirra aðstoðuðu við framkvæmd hlaupsins í ár.

Hér að neðan eru fjölmargar myndir sem teknar voru í blíðunni í dag en einnig má sjá mikið af myndum á vef Skagafrétta