Það má með sanni segja að Skagamenn hafi tekið vel í það að vera með viðburði í Hreyfiviku UMFÍ en alls voru átján viðburðir auglýstir á Akranesi sem var það mesta í einu sveitarfélagi á landinu. 

Ekki væri hægt að hafa viðburð eins og Hreyfiviku án aðkomu fjölda sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að gefa sinn tíma til að stuðla að bættri heilsu og vellíðan bæjarbúa. Þessu fólki eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag. 

Sjáumst vonandi sem flest í Hreyfiviku að ári!