17. maí verður gráðun í karatefélaginu klukkan 15:30-18. Gráðunin verður að þessu sinni í íþróttasalnum á Jaðarsbökkum. Foreldrum og öðrum velunnurum er velkomið að horfa á krakkana þreyta prófið.

Börnunum er skipt í þrjá hópa:

Byrjendur í karate (börn í karateskólanum): 15:30 – 16:30

Börn á framhaldsstigi í karate (þau sem hafa æft lengur ein eina önn): 16:30-18:00

Unglingahópur: 18:00-19:00

Eftir gráðunina dettur karate inn í sumarfrí og því verða engir tímar í karate eftir gráðunina. Karatefélagið þakkar kærlega fyrir önnina.