Síðustu helgi keppti meistaraflokkur FIMA í fyrsta skipti í A deild meistaraflokks í hópfimleikum. Síðast liðin ár hafa aðeins lið Gerplu og Stjörnunar keppt í þeim flokki. Í ár sendi Stjarnan tvö lið til leiks í kvenna flokki og Gerpla eitt. Stelpurnar okkar stóðu sig vel og kláruðu mótið með príði.

Stelpurnar stóðu sig vel og unnu sér inn keppnisrétt á íslandsmótinu í hópfimleikum sem fram fer í Stjörnunni Ásgarði þann 17. apríl næst komandi.

Þetta er bara byrjunin hjá þessu flotta liði ! Við hlökkum til að sjá meira af stelpunum okkar í efstu deild.