Stelpurnar í 3. flokk kvenna spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við Val á sunnudaginn. Leikurinn fer fram á Norðurálsvellinum og hefst kl. 12:00.

ÍA/Skallagrímur gerði sér lítið fyrir í gær og vann góðan sigur á liði Breiðabliks/Augnabliks í undanúrslitum 1-0. Liðið spilaði mjög agaðan leik og beitti eitruðum skyndisóknum sem skiluðu sigurmarkinu undir lok fyrri hálfleiks en það skoraði Ylfa Laxdal Unnarsdóttir.

Við hvetjum Skagamenn til að fjölmenna á völlinn á sunnudaginn og styðja stelpurnar til sigurs í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.