Sundfélag Akraness

Æfingagjöld Sundfélags Akraness

 

Vorönn 2017

Hópur
Verð
 
A-hópur
54.000
 
B- hópur
45.000
 
C-hópur
39.000
 
Höfrungar
33.000
 
Háhyrningar
31.000
 
Sæljón
31.000
 
Selir
26.000
 
Kópar
25.000
 
     

Starfsemi sundskólans (Krossfiskar og ungbarnasund) er auglýst sérstaklega í hvert skipti.

 

Innifalið í æfingagjöldum Sundfélagsins eru æfingar með þjálfara yfir tilgreint tímabil, gjöld til Sundsambands Íslands og stungugjöld.

 

Greiðsluskilmálar

Greiðsla æfinga- og skráningargjalda
Æfingagjöld á að greiða við upphaf æfingatímabils eða við skráningu í félagið og greiðist fyrirfram. Nýir iðkendur fá tveggja vikna reynslutíma. Ganga skal frá greiðslu æfingagjalda fyrir 1. febrúar á vorönn.

Hafi ekki verið gengið frá greiðslu 15. febrúar verður gripið til aðgerða.

Munið eftir tómstundaframlagi Akraneskaupstaðar.

Greiðslufyrirkomulag

Við viljum vinsamlegast biðja alla um ganga frá skráningu og greiðslu æfingagjalda í gegnum Nóra kerfið á Iðkendavef ÍA fyrir 15. september nk. Í Nóra er boðið upp á það greiðslufyrirkomulag að skrá og greiða með kreditkorti eða fá greiðsluseðil í heimabanka og hægt er að skipta æfingagjöldum í allt að þrjá mánuði. Þeir sem ekki nota kreditkort eða netbanka er bent á að hafa samband með tölvupósti á sundfelag@sundfelag.com

Afsláttur
Veittur er systkinaafsláttur sem er 15% af samanlögðu æfingagjaldi systkina.

Börn stjórnarmanna og þjálfara fá 50% afslátt.

Í sundskólanum Fjörfiskar (5 ára og yngri) er ekki systkinaafsláttur.

Sundmaður hættir æfingum
Ef sundmaður ákveður að hætta æfingum skal tilkynna það til félagsins með tölvupósti á netfangið sundfelag@sundfelag.com. Úrsögn miðast við næstu mánaðamót.