Sundfélag Akraness

FARIÐ Á SUNDMÓT !!

Hvað þarf að hafa með sér ??

INNIMÓT.

1. Sundföt, helst 2 (upphitunar og keppnis)

2. Handklæði 2 eða fleiri, eftir fjölda daga.

3. Bakkaföt > stutt/kvartbuxur, ÍA/SA-boli, skó.

4. Hollt og gott nesti, s.s.  ávexti, grænmeti, pastabakka, samlokur, ávaxtasafa o.þ.h. ( ekki kleinur, súkkulaðikex, kókómjólk o.þ.h.).

5. Brúsa og vera dugleg að drekka vatn ( vegna hita í innilaugum).

ÚTIMÓT.

1. Sundföt, helst 2 (upphitunar og keppnis)

2. Handklæði 2 eða fleiri, eftir fjölda daga.

3. Bakkaföt > allt frá SA göllum uppí kuldagalla, regngalla, húfu, vettlinga, ullarsokka, flíspeysur, skó.

4. Hollt og gott nesti eins og á innimótum.

Ef gist er á mótum þá þarf að hafa með sér dýnu/vindsæng, sæng/svefnpoka, lak, kodda, tannkrem, tannbursta o.þ.h.