ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Akranesmet hjá Brynhildi Traustadóttur á SH móti.

Akranesmet hjá Brynhildi Traustadóttur á SH móti.

29/10/17

DSC_1755

Eftir rólega byrjun haustsins á mótum, tóku kakkarnir þátt í flottu móti hjá SH um helgina.
23 krakkrar tóku þátt og gríðarlega góð stemmning var á bakkanum, alls voru 55 bætingar hjá hópnum um helgina.

Brynhildur Traustadóttir setti nýtt Akranesmet í 1500m skriðsundi stúlkna. Hún bætti gamla tímann sem var frá 2005 um 55 sek. og synti á tímanum 18.25.27.

Ágúst Júlíusson elsti sundamaðurinn okkar tók gull í 50 og 100m flugsundi og brons í 200m flugsundi. Þess má geta að 100m flugsundið var 6. besta sundið á mótinu hjá körlum í FINA stigum.

Eftirtaldir sundmenn komu með verðlaun heim um helgina:
Gull : Ágúst, Sævar Berg, Brynhildur, Sindri Andreas, 
Ásgerður Jing.
Silfur : Sævar Berg, Sindri Andreas, Una Lára, Guðbjörg Bjartey.
Brons : Ágúst, Sindri Andreas, Ingibjörg Svava, Brynhildur.

Mikið er að gera hjá sundfélaginu núna, um næstu helgi fara yngri sundmenn á mót í Reykjanesbæ á meðan Ágúst Júlíusson og Sævar Berg Sigurðsson munu keppa á stóru móti í Kristiansand, Noregi.
Undirbúningur fyrir Íslandsmeistaramót í 25m laug er einnig í fullum gangi, en það mót fer fram í Laugardalslaug þann 17-19 nóvember.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content