Þrír fulltrúar ÍA valdir í U21 hópinn

U21 árs landslið karla heldur til Georgíu 20. mars næstkomandi þar sem liðið mun leika tvo æfingaleiki við heimamenn, 22. mars og 25. mars, áður en haldið verður áfram til Ítalíu. Þar verður leikinn einn leikur gegn Saudi-Arabíu þann 28. mars.

Frá ÍA hafa þeir Aron Ingi Kristinsson, Steinar Þorsteinsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson verið valdir í hópinn. Strákarnir hafa allir skilað sívaxandi hlutverki í meistaraflokki karla og þess má geta að þeir komu við sögu í 16 til 22 leikjum á árinu 2016, í öllum keppnum. Aron Ingi lék sinn fyrsta landsleik fyrir U19 landsliðið í september og Tryggvi Hrafn sinn fyrsta leik fyrir A-landsliðið nú í febrúar.

Við óskum strákunum til hamingju með tækifærið og treystum því að þeir verði sjálfum sér og félaginu til mikils sóma.

 

Steinar Þorsteinsson

 

 

Tryggvi Hrafn Haraldsson

 

Aron Ingi Kristinsson