Stórsigur hjá mfl. kvenna í Höllinni

 

Meistaraflokkur kvenna vann stóran sigur í gær þegar þær tóku á móti Álftanesi í Faxaflóamótinu, en leikurinn endaði 9-0 fyrir ÍA.  Yfirburðir Skagastúlkna voru miklir í leiknum, eins og lokatölur gefa til kynna.

Maren Leósdóttir skoraði þrennu í leiknum, en aðrir markaskorarar voru Bergdís Fanney Einarsdóttir með tvö mörk og Heiðrún Sara Guðmundsdóttir, Fríða Halldórsdóttir, Hulda Margrét Brynjarsdóttir og Aldís Ylfa Heimisdóttir með eitt mark hver.

Næsti leikur liðsins í mótinu verður hér í Höllinni næsta sunnudag kl. 16:00 en þá verður andstæðingurinn Keflavík, sem einnig unnu fyrsta leikinn sinn í mótinu nú um helgina.