Skráningu lokið á Norðurálsmót 2017

Skráningu á Norðurálsmóti 2017 lauk 10. mars síðastliðinn og gekk hún vel að vanda.

Það hafa alls 31 félag boðað komu sína og skráð hafa verið 180 lið til leiks.

Við hjá Knattspyrnufélagi ÍA erum ánægð með þessar viðtökur og hlökkum til að sjá ykkur öll í júní.