Patryk Stefanski til ÍA

Pólski sóknarmaðurinn Patryk Stefanski er genginn til liðs við ÍA. Patryk kom á reynslu í æfingaferð liðsins útá Spáni og spilaði leik gegn HK í ferðinni þar sem hann gerði mark og sýndi að þarna er á ferðinni geysilega vinnusamur leikmaður með hraða. Robert er 27 ára gamall og er uppalinn í hinu sögufrægra pólska liði Ruch Chorzów en lék síðast með Polonia Bytom.
 
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA er ángæður með nýjasta liðsstyrkinn.
“Við erum sáttir með að það bæta inn sóknarmanni áður en tímabilið hefst og eykur þar með breiddina í sóknarleik liðsins.  Patryk kemur með mikinn kraft inní okkar leik – hefur góðan hraða og er jafnfættur og eykur að sjálfsögðu alla samkeppni í sóknarlínu okkar.”

 

Patryk Stefanski er spenntur að spila með ÍA.
“Þetta eru frábærir strákar og flott umgjörð utan um allt hér á skaganum, ég hlakka til að stipmla mig inn í íslenska fótboltann”