KFÍA og Bílaleiga Akureyrar endurnýja samning

Nú á dögunum var samstarfssamningur KFÍA og Bílaleigu Akureyrar endurnýjaður til þriggja ára. Á meðfylgjandi mynd eru þær Hulda Birna Baldursdóttir framkvæmdastjóri KFÍA og Arna Hrönn Skúladóttir markaðsstjóri Bílaleigu Akureyrar við undirskriftina.

“Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur í Knattspyrnufélagi ÍA að endurnýja þennan samning. Bílaleiga Akureyrar er frábær samstarfsaðili og það er nauðsynlegt þegar við þurfum að ferðast út um allt land í leiki að hafa sterkan bakhjal eins þá sem eru með bíla í öllum stærðum og gerðum” sagði Hulda Birna um samninginn.

Bílaleiga Akureyrar ræður yfir stórum og fjölbreyttum bílaflota og hefur fyrirtækið verið umsvifamesti kaupandi nýrra bíla á Íslandi undanfarin ár. Við kaup á nýjum bílum horfir fyrirtækið mjög til CO2 losunar og eldsneytiseyðslu. Það endurspeglar áherslur fyrirtækisins í umhverfismálum. Rík áhersla er ávallt lögð á gott úrval vel útbúinna bíla, allt frá litlum fólksbílum, stórum jeppum, 7-17 sæta smárútum, vönduðum lúxusbílum og sendibílum í mörgum stærðum. Bílaleiga Akureyrar er fyrsta og eina bílaleigan á Íslandi til þess að hljóta vottun samkvæmt gæðastaðlinum ÍST ISO 9001 og umhverfisstjórnunarstaðlinum ÍST ISO 14001.