ÍA mætir Grindavík í 8-liða úrslitum

Skagamenn mæta Grindavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins en þetta kom í ljós í dag. Leikurinn fer fram í Akraneshöllinni mánudaginn 10 apríl kl. 19:15.

Upphaflega átti ÍA að mæta KR í 8-liða úrslitum en Valur, sem vann okkar riðil, dró sig úr keppni sökum þess að liðið er að fara í æfingaferð erlendis á sama tíma og úrslitakeppnin fer fram. ÍA telst því hafa unnið riðilinn og dregst því gegn Grindavík, eins og áður sagði.

Við hvetjum Skagamenn til þess að mæta og styðja strákana í komandi úrslitakeppni.