Fótboltahelgin 17.-19. mars

Í kvöld, 17. mars, kl. 20:00 tekur 2.flokkur kvenna hjá ÍA á móti FH í Faxaflóamótinu. Bæði lið eru með 3 stig fyrir leikinn og það má reikna með hörkuleik.

Laugardaginn 18. mars hefur A-lið 4. flokks karla leikinn kl. 12:00 þegar þeir heimsækja Hauka á Ásvelli í Faxaflóamótinu. Fyrir leikinn eru Skagastrákar með 15 stig eftir 8 leiki en Haukar 6 stig eftir 7 leiki. B-lið sömu félaga mætast kl. 13:20. Þar er munurinn aðeins minni en ÍA hefur 13 stig eftir 8 leiki og Haukar 9 stig eftir 7 leiki. B2 liðið spilar við Breiðablik 3 í Fífunni kl. 14:10.

Sama dag, kl. 17:00 tekur A-lið 3.flokks karla á móti HK í Akraneshöllinni.

Sunnudaginn 19. mars fara A, B, C og D lið 5. flokks karla í Kórinn og spila gegn HK. A- og C-lið kl. 10:00 og B- og D-lið kl. 10:50. Þetta er annar leikur liðanna í Faxaflóamótinu.

Í Akraneshöllinni tekur 3.flokkur karla á móti Aftureldingu kl. 11:00.

2. flokkur karla ÍA/Kári leika líka hér heima í Höllinni um helgina, gegn sameinuðu liði Selfoss/Hamars/Ægis/Árborgar. A-liðin mætast kl. 16:15. Skagastrákar eru fyrir leikinn í næstefsta sætinu en gestirnir í því 9. B-liðin eigast við kl. 18:00. Þar eru okkar menn í toppsætinu og eiga 1-3 leiki til góða á næstu lið en andstæðingurinn situr í 7. sætinu fyrir leikinn.

 

Aðrir leikir í Höllinni:

Sunnudaginn 19. mars kl. 13:00 mætast Víkingur Ó og Augnablik í Lengjubikar kvenna

Þriðjudaginn 21. mars kl. 20:00 mætast Kári og Afturelding í Lengjubikar kvenna

 

Góða helgi og áfram ÍA!